Ný tenging er einföld.


Skref

Veldu heimilisfang

Leitarvélin flettir upp heimilisfanginu og skoðar hvaða möguleikar eru í boði fyrir þig.

Veldu þjónustuleið

Ef þig vantar hjálp við að velja þá viljum við endilega að þú hafir samband.

Fylltu út pöntunina

Við klárum pantanir oftast á einum degi. Allt klárt fyrir þig að fara heim og tengja.

Ljósleiðarinn

60

60Mb hraði

60GB gagnamagn

Ótakmarkað innanlands

3.990kr á mánuði

Ljósleiðarinn

75Mb hraði

Ótakmarkað utanlands

Ótakmarkað innanlands

4.990kr á mánuði

Ljósleiðarinn

500Mb hraði

Ótakmarkað utanlands

Ótakmarkað innanlands

7.990kr á mánuði

Gígabit

1.000Mb hraði

Ótakmarkað utanlands

Ótakmarkað innanlands

9.990kr á mánuði

 
 
 

Nánari upplýsingar

Ljósleiðarinn er veittur yfir ljósleiðarakerfi Gagnaveitu Reykjavíkur en Gagnaveitan hefur verið leiðandi í ljósleiðaravæðingu og er fáheyrt að heil borg sé ljósleiðaravædd á þann máta sem við sjáum hér heima.

Leiga á beini (router) 590 kr.
Umframgagnamagn (allt að 20GB) 150 kr. fyrir 1GB
Aðgangsgjald Ljósleiðarans 2.999 kr.

Algengar spurningar

Ljósleiðarinn er tengdur yfir kerfi Gagnaveitu Reykjavíkur og liggur ljósleiðarinn alla leið heim til þín. Ljósnet er veitt fyrir kerfi Mílu og tengdra aðila og er annaðhvort ljósleiðari (GPON) eða yfir símalínu (VDSL). Þú getur flétt upp á síðunni hvaða tengimöguleikar heimili þitt hefur, við mælum með Ljósleiðaranum.

Þú hefur nokkra möguleika í sjónvarpsþjónustu.

Nota loftnet

Fyrir þá sem vilja horfa á RÚV og aðrar opnar stöðvar er kjörið að nýta sér það loftnetskerfi sem þegar er til staðar. Kostir við slíkt eru engin mánaðargjöld, allt sem þarf er nær oftast til staðar. Gallar eru enginn aðgangur að læstum stöðvum og ekkert tímaflakk. Sjá meira á vefsíðu RÚV.

Sjónvarp Vodafone
Vodafone býður upp á sjónarpsþjónustu yfir ljósleiðara. Myndlykillinn er þá tengdur beint í ljósleiðaraboxið og er ótengdur internetinu sjálfu. Yfir sjónvarp Vodafone geturðu horft á íslenskar og erlendar stöðvar, horft á efnið aftur í tímann með tímavél og/eða frelsi ásamt því að leigja myndir og þætti á leigunni.
Streymisþjónustur
Sívinsælla er að nýta sér ekki línulega dagskrá heldur að styðjast við streymisþjónustur líkt og Netflix. Slík umferð telst til notkunar á internetinu og er því kjörið að vera með ótakmarkað niðurhal ef nýta á streymi. Rúv hefur einnig gefið út forrit fyrir Apple TV4 þar sem hægt er að horfa á stöðina í háskerpu.
Á netflix.com geturðu skráð þig í áskrift en fyrsti mánuðurinn er frír. Mörg nýrri sjónvörp eru með byggt inn Netflix forrit sem leyfir þér að horfa á það en algengt er að fólk nýti sér Apple TV til að horfa á Netflix.

Með sama aðgangnum geturðu svo haft Netflix í tölvunni þinni, Playstation tölvunni og spjaldtölvunni.

Með ótakmörkuðu niðurhali frá Hringiðunni geturðu notað streymisþjónustur eins mikið og þú villt áhyggjulaus.

Ljósleiðarabox er sett upp á heimili þínu af Gagnaveitu Reykjavíkur en í gegnum það er hægt að taka internet, sjónvarp og símaþjónustu. Boxið er sett upp án kostnaðar og er það pantað í gegnum Hringiðuna. Ef boxið er til staðar er hægt að tengja samdægurs.
Hringiðan er stolt að kynna fyrst allra fjarskiptafyrirtækja 1.000 Mb ljósleiðaratengingar til heimila. Til þess að eiga kost á 1000Mb þarf nýjasta týpa ljósleiðarabox að vera á staðnum. Ef þú ert með eldri týpu er hægt að panta uppfærslu en hún er þér að kostnaðarlausu. Uppfærslan er pöntuð í gegnum Hringiðuna.
Ljósleiðari

Hefur þú frekari spurningar um ljósleiðara?