Þráðlaus net
Staðsetning á netbeini
Eftirfarandi er gott að hafa í huga þegar router er staðsettur.
- Miðsvæðis og ofan á borði eða skáp.
- Hátt uppi ef hægt er, ekki niðri við gólf
- Helst ekki upp við burðarveggi
- Ekki nálægt örbylgjuofni


2,4Ghz eða 5Ghz
Í routerum eru oftast tvö þráðlaus net 2,4Ghz og 5Ghz sem er hraðvirkara enn dregur ekki eins langt og SuperWifi 5Ghz.
Hvernig sé ég muninn?
Á routerum frá okkur þá ættir þú að sjá þessi mismunandi þráðlaus net.
- Hringidan25176
- Hringidan25176_5G
En hvoru áttu að tengjast við?
- 2,4Ghz er með ágætan hraða og lengri drægni hentar því vel fyrir farsíma og þau tæki sem þú ferð með um allt hús. Ef þú ert reglulega í öðru herbergi, annarri hæð er þetta það sem er viðeigandi.
- 5Ghz styður meiri hraða en með dregur stittra, ef þú ert langt frá routernum geturðu fengið verri hraða með 5Ghz heldur en 2,4Ghz.
Þráðlausar rásir
Þráðlausu neti má skipta niður í mismunandi rásir. Hver router vinnur á sinni rás, ef margir eru á sömu rás getur það haft neikvæð áhrif á gæði þráðlaus nets. Hægt er að setja handvirkt hvaða rás routerinn notar.
Ýmis forrit eru til sem hægt er að nota til að skoða hvaða rásir eru í notkun og velja viðeigandi rás í framhaldinu.


Burðarveggir og járn
Járabinding hefur mjög slæm áhrif á þráðlaus merki. Hvort sem það er að merki sé að berast í gegnum járnabundin vegg eða ef router er staðsettur upp við járnabundin vegg.
Mikill munur getur verið á gæðum þráðlaus nets ef router er alveg upp við vegg eða 30 til 50 sentimetra frá honum.