Komdu í viðskipti

Vefpóstur

Microsoft 365

525 2400

Eftirfarandi skilmálar gilda um Internetþjónustu Hringiðunnar ehf. og reikningshafa:

Skilmálar þessir gilda frá og með september 2015

 1. Sá sem nýtur þjónustu Hringiðunnar skuldbindur sig til þess að hlíta þeim skilmálum sem gilda um notkun þjónustu fyrirtækisins á hverjum tíma.
  Sé væntanlegur notandi ekki lögráða er staðfesting lögráðamanns áskilin. Lögráðamaður kemur fram sem reikningshafi sé notandi yngri en 18 ára.

 2. Skilmálar þessir gilda fyrir alla notendur Hringiðunnar ehf. Hringiðan ehf áskilur sér rétt til að endurskoða skilmála án fyrirvara ef þörf krefur. Endurskoðaðir skilmálar skulu þó ávallt lagðir út á vefsvæði Hringiðunnar ehf að minnsta kosti einum mánuði áður en þeir taka gildi.

 3. Kaupandi skuldbindur sig til að inna af hendi greiðslur fyrir þjónustu Hringiðunnar ehf.. Endurgjald fyrir þjónustur Hringiðunnar ehf reiknast frá þeim degi þegar þjónusta er stofnuð og greiðist fyrirfram á eins mánaðar fresti. Áskriftargjald reiknast skv. gildandi gjaldskrá Hringiðunnar ehf sem birt er á heimasíðu Hringiðunnar, www.hringidan.is. Gjalddagi er fyrsti hvers mánaðar. Umframnotkun er greidd eftir á, fyrir mánuðinn á undan. Verði ekki staðið í skilum með greiðslu á réttum gjalddögum skal reikningshafi greiða dráttarvexti af hinni vangoldnu fjárhæð eins og þeir eru ákveðnir hæstir af Seðlabanka íslands á hverjum tíma. Jafnframt skal reikningshafi greiða allan kostnað sem leiða kann af vanskilum.
  1. Með stofnun þjónustu heimilar kaupandi að reikningur eða greiðslukort hans sé skuldfært fyrir mánaðarlegum greiðslum án sérstakrar tilkynningar þar um.
  2. Sé ekki innistæða fyrir skuldfærslu áskriftargjalds má reikningshafi búast við því að lokað verði fyrir þjónustu hans og viðskiptaskuld viðkomandi reikningshafa send í innheimtu.

 4. Hafi Hringiðan ehf leigt reikningshafa tengibúnað við stofnun þjónustu telst búnaðurinn eign Hringiðunnar ehf.

 5. Reikningshafi ber fulla ábyrgð á búnaði Hringiðunnar ehf meðan hann hefur búnaðinn undir höndum. Reikningshafa er skylt að fara vel og gætilega með búnað er hann hefur til afnota og er bótaskyldur vegna skemmda og viðgerða á búnaði sem ekki stafa af eðlilegu sliti, svo og ef búnaðir glatast úr hans vörslu. Ábyrgð viðskiptavinar á búnaði lýkur er hann skilar honum á ný til Hringiðunnar ehf. Nú skilar notandi búnaði til Hringiðunnar í ónothæfu ástandi eða í þannig ástandi að mati Hringiðunnar að ekki er unnt að láta hann á ný til annara notenda að sökum illrar meðferðar og skal þá notandi greiða Hringiðunni upphæð sem nemur virði búnaðarins á þeim tíma er hann var afhentur.

 6. Hringiðan ehf. ábyrgist að skipta út biluðum búnaði í sinni eign án endurgjalds, nema tjón megi rekja til vanrækslu.

 7. Að samningstíma loknum, framlengist áskriftarþjónusta kaupanda um mánuð í senn. Segja skal upp áskrift með sannanlegum hætti og þarf uppsögn að hafa borist fyrir 25. þess mánaðar. Uppsögn sem berst á eða eftir 25. dag mánaðar tekur þ.a.l. ekki gildi fyrr en um þar næstu mánaðarmót. Uppsögn tekur ekki gildi fyrr en reikningshafi hefur skilað búnaði sem hann hefur í leigu frá Hringiðunni ehf.
  Viðskiptavini ber að fylgjast með reikningi sínum og skal hann láta Hringiðuna vita ef hann telur um rangfærslur sé að ræða. Tilkynni viðskiptavinur ekki um rangar upplýsingar eða rangfærslur fyrir eindaga hvers reiknings telst reikningur samþykktur.

 8. Ef samningi er rift áður en samningstíma lýkur skal notandi standa skil á riftunargjaldi eins og það er sett fram af Hringiðunni ehf.

 9. Eftir að samningur hefur komist á, ábyrgist Hringiðan ehf eftirfarandi:
  1. Að stofna þjónustuaðgang að kerfum Hringiðunnar.
  2. Að afhenda nauðsynlegan búnað til að tengjast internetþjónustu Hringiðunnar

 10. Hringiðan ehf ábyrgist ekki:
  1. Tjón vegna tengiörðuleika, nauðsynlegra viðgerða og endurbóta á búnaði Hringiðunnar ehf eða óviðráðanlegra ytri aðstæðna.
  2. Tjón vegna uppsetningar eða notkunar á hugbúnaði sem starfsfólk Hringiðunnar kann að hafa bent notanda á að nota.
  3. Hringiðan ehf getur aldrei orðið ábyrg vegna hvers kyns tjóns sem notandi kann að verða fyrir notkun internetsins.
  4. Að tengihraði sé sá sami og áskrift hans segir til um, þar sem hraði internetþjónustu er háð ýmsum ytri aðstæðum.
  5. Innanhús lagnir notanda.
  6. Hringiðan ehf. getur ekki ábyrgst þjónustu sem hún endurselur fyrir þriðja aðila.

 11. Eftir að notandi samþykkir að koma í þjónustu ábyrgist reikningshafi að fylgja notkunarskilmálum svo og eftirfarandi notkunarreglum:
  1. Ávallt skal tengjast neti Hringiðunnar ehf og netum sem tengjast því undir réttu auðkenni.
  2. Óheimilt er að lána, samnýta eða gefa þriðja aðila upp lykilorð sitt. Umframnotkun sem það kann að leiða af sér er á ábyrgð notanda.
  3. Óheimilt er að nota aðganginn til að dreifa tölvuveirum eða öðru sem kann að valda skaða.
  4. Óheimilt er að villa á sér heimildir í samskiptum, til dæmis þegar sendur er tölvupóstur eða á annan hátt.
  5. Óheimilt er að dreifa yfir kerfi Hringiðunnar efni sem kann að brjóta í bága við lög og reglur. Til dæmis lög um eignarrétt, höfundarrétt eða ærumeiðandi efni.
  6. Óheimilt er að trufla aðgang annarra að netinu, s.s. með óhóflegri umferð eða beinum skemmdarverkum.
  7. Viðskiptavinum er óheimilt að að setja upp hugbúnað eða starfrækja þjónustu á tölvum eða einkanetum sem getur truflað kerfisrekstur og eða þjónustu við aðra viðskiptavini.
  8. Hvers kyns óumbeðin fjöldadreifing á upplýsingum, s.s. auglýsingum, áróðri eða keðjubréfum er óheimil.
  9. Ef brotið er gegn þessum reglum er það ekki á ábyrgð Hringiðunnar ehf, gæti reikningshafi skapað sér bóta- og/eða refsiábyrgð.
  10. Hringiðan ehf. áskilur sér rétt til að ákvarða hvort tiltekin samskipti teljast brjóta í bága við þessar reglur.

 12. Hringiðan ehf. áskilur sér rétt til að senda viðskiptavinum póst, smáskilaboð og tölvupóst með tilkynningum er varða þjónustuna.

 13. Hringiðan ehf. áskilur sér rétt til að að eyða gögnum viðskiptavinar ef reikningar hafa ekki verið greiddir samfellt í 4 mánuði.

 14. Skráður rétthafi telst ábyrgur fyrir að skilmálum Hringiðunnar ehf sé fylgt. Reikningshafi ber alfarið ábyrgð á notkun auðkennis síns sem og öllum samskiptum og/eða gögnum sem frá því stafa þ.m.t. vefsíður, tölvupóstur, netfréttagögnum og skráarflutningsgögnum.

 15. Þá er reikningshafi sjálfráður um hvert hann leitar upplýsinga eða gagna á neti Hringiðunnar og netum sem því tengjast. Hringiðan ehf ábyrgist ekki innihald vefsíðna eða tölvupóstsendinga sem stafar frá einstökum notendum nets Hringiðunnar eða netum sem því tengjast.

 16. Telji starfsmenn Hringiðunnar ehf. að reikningshafi fylgi ekki notkunarreglum er Hringiðunni ehf heimilt að takmarka eða loka algerlega fyrir aðgang reikningshafa að þjónustu sinni án nokkurs fyrirvara.

 17. Hringiðan áskilur sér rétt að vísa áskrifanda úr viðskiptum sýni hann ósæmilega hegðun í garð starfsfólks. Með ósæmilegri hegðun er átt við t.d. (en ekki eingöngu) ógnanir af einhverjum toga eða hótanir af einhverjum toga.

 18. Fari viðskiptavinur yfir innifalið gagnamagn áskilur Hringiðan ehf sér rétt til að hækka hann um flokk án fyrirvara.

 19. Ef gagnaflutningur frá viðskiptavini fer yfir tvöfalt innifalið gagnamagn þjónustuflokks viðskiptavinar, áskilur Hringiðan ehf sér rétt til að innheimta skv. gildandi gjaldskrá.

 20. Heildarnotkun á Internet áskriftarleiðum með ótakmörkuðu gagnamagni skulu ekki fara yfir 5TB á mánuði. Tengingin er ætluð heimilum en ekki í hvers konar atvinnurekstur. Hringiðan áskilur sér rétt að færa viðskiptavini í aðra áskriftarleið eða segja upp samningi ef notkun fer yfir 5TB.

 21. Ótakmarkað innifalið gagnamagn í farsímaáskrift/4G, miðast við almenna netnotkun. Hringiðan áskilur sér rétt til að takmarka eða loka þjónustu ef notkun viðskiptavinar felur í sér óeðlilegt álag, sem hefur neikvæð áhrif á upplifun annarra viðskiptavina af þjónustunni.

 22. Viðskiptavinur ber ábyrgð á öllum gögnum og afritun á gögnum sem hann kann að eiga hjá Hringiðunni nema að um annað sé samið. Hringiðan ehf. ber ekki ábyrgð á gögnum sem kunna að tapast eða skemmast.

 23. Hringiðan ehf. mun ekki gefa upp lykilorð yfir síma né tölvupóst nema í sérstökum tilfellum. Glati viðskiptavinur Hringiðunnar ehf. lykilorði sínu ber honum að óska eftir því í þjónustuveri Hringiðunnar ehf. í persónu og verður reikningshafi að vísa gildum persónuskilríkjum.

 24. Hringiðan ehf. ber enga ábyrgð á því að tölvupóstur berist hvort sem það er sendur eða sóttur póstur.

 25. Réttur viðskiptavinar til notkunar á netfangi sem Hringiðan hefur úthlutað honum fellur úr gildi 3 mánuðum eftir uppsögn á þjónustu. Að þeim tíma liðnum hefur Hringiðan heimild til að úthluta netfanginu að nýju til annars viðskiptavinar. Við uppsögn er gögnum sem geymd eru í pósthólfi eytt. Öllum gögnum sem tengjast öðrum þjónustum er einnig eytt, þ.m.t. þjónustum á borð við heimasíðusvæði.

 26. Þeir, sem af ásettu ráði eða vítaverðu gáleysi valda skemmdum á notendabúnaði og fjarskiptanetum í eigu félagsins hafa fyrirgert rétti sínum til þjónustunnar og kunna að sæta kæru vegna brota á 176. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, nema verknaðinum sé þannig farið, að þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. Um málsmeðferð fer skv. lögum nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.

 27. Hringiðan ber ekki ábyrgð á því þótt samband rofni um stund en mun þó leitast við að koma sambandi á að nýju eins fljótt og auðið er.

 28. Viðskiptavinur ber sjálfur ábyrgð á símanotkun, hverju nafni sem hún getur kallast, svo sem símtöl innanlands og til útlanda, SMS, MMS, gagnanotkun, notkun í útlöndum og símtölum í 900 númer. Símtöl í gjaldtökunúmer eða þáttaka viðskiptavina í leikjum, getraunum eða annarri sambærilegri þjónustu eru á ábyrgð reikningshafa og fer verð eftir gjaldskrá viðkomandi þjónustuveitu.

 29. Ef SIM-kort glatast skal rétthafi hafa samband við þjónustuver Hringiðunnar um leið svo mögulegt sé að loka númerinu, öll notkun á númerinu er á ábyrgð rétthafa, hvort sem hún sé með samþykki rétthafa eða ekki þar til kortinu hefur verið lokað.

 30. Fríar mínútur innan farsímakerfis Hringiðunnar fela í sér 1000 mínútur á mánuði. Notkun umfram það er samkvæmt verðskrá.

 31. Með notkun á ljósleiðaratengingum Ljósleiðarans samþykkir viðkomandi skilmála Ljósleiðarans. Sjá nánar á vefsíðu Ljósleiðarans (www.ljosleidarinn.is). Athugið að uppsögn á ljósleiðaratengingum Ljósleiðarans ber að segja upp skriflega á ljosleidarinn@ljosleidarinn.is.
[cs_gb id=9543]
close-link