Hringiðan hefur keppst við að hækka ekki verð á þjónustum sínum allt árið 2024. Míla og Ljósleiðarinn hafa tilkynnt um hækkanir á aðgangsgjöldum frá og með 1. janúar 2025. Hringiðan innheimtir aðgangsgjöld Mílu og þarf því að hækka verð aðgangsgjalda.
Við hvetjum viðskiptavini Hringiðunnar til að hafa samband og fá ráðgjöf um hvort að viðkomandi sé í þeim þjónustuleiðum sem henta þeim best. Hægt er að hafa samband um tölvupóst hringidan@hringidan.is eða hringja í 525 2400.