Að Tengja Ljósleiðarann

Tengja við rafmagn

Tengdu routerinn þinn við rafmagn og komdu honum fyrir nærri netaðgangstæki.

Image

Tengja snúrur

Tengdu netsnúruna í port merkt internet á router. Hinn enda snúrunnar tengirðu í port 1 eða 2 á ljósleiðaraboxi.

  • Ef þú ert með heimasíma tengist hann í P1 eða P2
  • Myndlykill er tengdur í port 3 eða 4 á ljósleiðaraboxi
Image

Tengjast búnaði

Þú getur nú tengst routernum þráðlaust með upplýsingunum sem þú finnur aftan á routernum. Ef þú tengir tölvu með netsnúru tengir þú netsnúruna í gult net port 1 – 4 á router og hinn endann í netkort tölvunnar.

Image

Skrá búnað

Opnaðu vafrann í tölvunni þinni og sláðu inn skraning.gagnaveita.is og skráðu inn notendaupplýsingar sem þú fékkst þegar þú hófst viðskipti.
Ef þig vantar þær upplýsingar geturðu nálgast þær með því að hringja í þjónustuver Hringiðunnar í 525 2400.

Image

Ef ekki næst samband