Komdu í viðskipti

Vefpóstur

Microsoft 365

525 2400

Að tengja ljósleiðarann

WIFI þráðlaust netkerfi

Tengdu routerinn þinn við rafmagn og komdu honum fyrir nærri netaðgangstæki.

tengjast ljósleiðarann
tengjast ljósleiðarann

Tengja snúrur

Tengdu netsnúruna í port merkt internet á router. Hinn enda snúrunnar tengirðu í port 1 eða 2 á ljósleiðaraboxi.

  • Ef þú ert með heimasíma tengist hann í P1 eða P2
  • Myndlykill er tengdur í port 3 eða 4 á ljósleiðaraboxi

Tengjast búnaði

Þú getur nú tengst routernum þráðlaust með upplýsingunum sem þú finnur aftan á routernum. Ef þú tengir tölvu með netsnúru tengir þú netsnúruna í gult net port 1 – 4 á router og hinn endann í netkort tölvunnar.

tengjast ljósleiðarann
tengjast ljósleiðarann

Skrá búnað

Opnaðu vafrann í tölvunni þinni og sláðu inn skraning.gagnaveita.is og skráðu inn notendaupplýsingar sem þú fékkst þegar þú hófst viðskipti.
Ef þig vantar þær upplýsingar geturðu nálgast þær með því að hringja í þjónustuver Hringiðunnar í 525 2400.

Að tengja ljósleiðarann ef ekki næst samband

Ef nýja þráðlausa netið þitt birtist ekki á tölvu gangið þá úr skugga um að kveikt sé á þráðlausa netinu á tölvunni. Einnig skaltu ganga úr skugga um að wireless ljós logi á routernum.

Ef ljósleiðaratengingin er orðin virk birtist innskráningarsíðu Gagnaveitu Reykjavíkur, skraning.gagnaveita.is, sem upphafssíða. Ef hún birtist ekki gæti verið að tengingin sé ekki orðin virk. Eitt símtal í þjónustuver Hringiðunnar í síma 525 2400 og við finnum út úr því með þér.

  • Mikið álag á nettengingu getur orsakað hæga tengingu. Skráardeiliforrit (e. Torrent) geta tekið mikla bandvídd.

  • Ef mörg þráðlaus net birtast á tölvunni gæti þurft að breyta um ‘wireless channel’ á routernum.

  • Ef þráðlaust net er hægt skal athuga staðsetningu routers. Járnabindingar í burðarveggjum og golfplötum geta haft truflandi áhrif á þráðlaust merki.
    Sjá grein um þráðlaus net.
  • Ef mörg tæki eru tengd samtímis getur það einnig hægt á þráðlausa netinu.
[cs_gb id=9543]
close-link