Alterna.is verður Hringidan.is

Hringiðan Tilkynningar

Í gær slökktum við á gamla vefsvæði Alterna (alterna.is). Höfðum við haldið vefnum í loftinu vegna þess að eldri Alterna kúnnar gátu athugað gagnanotkun sína á vefnum.

Nú geta allir farsímaviðskiptavinir Hringiðunnar kallað eftir SMS-i um notkun sína á hringidan.is. Neðst til hægri á síðunni er hægt að slá inn farsímanúmer og við sendum SMS til baka með hver notkun er á þeim tímapunkti.

Ekki koma fram símtöl í þjónustunúmer, símtöl til útlanda eða notkun í útlöndum.