[cs_content][cs_section parallax=”false” style=”margin: 0px;padding: 45px 0px;”][cs_row inner_container=”true” marginless_columns=”false” style=”margin: 0px auto;padding: 0px;”][cs_column fade=”false” fade_animation=”in” fade_animation_offset=”45px” fade_duration=”750″ type=”1/1″ style=”padding: 0px;”][cs_text]Þriðja og síðasta greinin snýr að mótaðilanum, hvort sjálfsagt sé að treysta honum og hvernig er best farið að því að meta áreiðanleika hans. Fyrri greinar má finna hér:
Þín hegðun.
Tækin sem þú notar.
[/cs_text][x_custom_headline level=”h2″ looks_like=”h3″ accent=”false”]Er aðilinn traustverður?[/x_custom_headline][cs_text]Það aukast sífellt vinsældir þess að panta á netinu og nýjar verslanir opna á degi hverjum. Í flestum tilfellum er þar heiðarlegt fólk á bakvið sem er að reyna að búa sér til atvinnu í breyttu umhverfi en þó fylgir þessu einnig töluvert af óheiðarlegum aðilum sem sjá sér leik á borði að safna kreditkortaupplýsingum. Þegar verið er að versla við netverslanir, sérstaklega aðila sem maður hefur ekki reynslu af er gagnlegt og þægilegt að nota Google, skrifa nafnið á síðunni og bæta „scam“ og/eða „review“ fyrir aftan. Ef aðrir hafa lent í svikum af síðunni kemur það oft upp. Þó þetta sé ekki fullkomin lausn getur hún þó gefið góða mynd og tekur stuttan tíma að framkvæma.[/cs_text][x_custom_headline level=”h2″ looks_like=”h3″ accent=”false”]Nota HTTPS[/x_custom_headline][cs_text]Ef aðili tekur við lykilorðum, kreditkortum eða öðrum viðkvæmum upplýsingum, ekki yfir HTTPS, þá er það augljóst rautt flagg um að eitthvað sé ekki í lagi. Ef síðan sendir gilt vottorð sýnir vafrinn þinn lás og segir að síðan sé Secure. Meðfylgjandi er mynd úr Google Chrome sem sýnir hvernig þetta á að líta út.[/cs_text][x_image type=”none” src=”https://hringidan.is/wp-content/uploads/2017/11/https.png” alt=”” link=”false” href=”#” title=”” target=”” info=”none” info_place=”top” info_trigger=”hover” info_content=”” style=”display:block;margin-left:auto;margin-right:Auto;”][cs_text]Aldrei senda kreditkortaupplýsingar eða lykilorð yfir síðu sem notar ekki HTTPS. Sama gildir við tölvupóst eða Facebook skilaboð, ekki senda kreditkort eða lykilorð þannig.[/cs_text][x_custom_headline level=”h2″ looks_like=”h3″ accent=”false”]Hinn aðilinn getur verið hakkaður[/x_custom_headline][cs_text]Jafnvel þó aðilinn sem þú átt í samskiptum við sé traustsins verður þá er ávallt möguleiki að þriðji aðili brjótist inn í kerfin hans og komist yfir þær upplýsingar sem hann hefur um þig. Rennir enn frekari stoðum undir þá ráðlegginu okkar sem við höfum nefnt reglulega í þessum skrifum okkar að vista ekki kreditkort eða aðrar upplýsingar sem hægt er að nota til að valda þér tjóni og greiða með greiðslumiðlun líkt og PayPal þegar kostur er.[/cs_text][/cs_column][/cs_row][/cs_section][/cs_content]