Hringiðan hefur í lengstu lög keppst við að hækka ekki verð á þjónustum sínum allt árið 2023.
Míla og Ljósleiðarinn hafa tilkynnt um hækkanir á línugjöldum og aðgangsgjöldum frá og með 1. janúar 2024. Hringiðan innheimtir aðgangsgjöld Mílu og þarf því að hækka verð línugjalda og aðgangsgjalda, og leiga á router hækka úr 890 í 990 kr m.vsk vegna verðhækkanna á aðkeyptum búnaði. Einnig breytast verð á hýstum símkerfum.
Við hvetjum viðskiptavini Hringiðunnar til að hafa samband og fá ráðgjöf um hvort að viðkomandi sé í þeim þjónustuleiðum sem henta þeim best.
Hægt er að hafa samband í gegnum tölvupóst hringidan@hringidan.is eða hringja í 525 2400.