Gagnamagn í farsíma rúmlega tvöfaldaðist á milli ára sem kemur engum á óvart en nú er 3G og 4G í boði víðsvegar um landið og gagnamagn verður ávallt ódýrara.
Skemmtileg staðreynd er að 82,4% tenginga eiga nú kost á 50Mbit á sekúndu í niðurhal eða meira. Framboð háhraðatenginga hefur aldrei verið meira og finnst það helst í dreifbýli þar sem það verður æ sýnilegra að lykillinn að þróun samfélaga eru meðal annars góðar og stöðugar nettengingar. Sveitarfélög hafa ljósleiðaravætt á eigin vegum, sum með styrk frá ríkinu og Míla hefur hafið í auknum mæli að bjóða upp á Ljósnet á landsbyggðinni.
Það er eflaust marks um breytta tíma að í fyrsta sinn er enginn virkur almenningsími á árinu 2015 en þeim fækkar frá fyrra ári, 2014 voru fjögur stykki á landinu.
Fyrir áhugasama má finna skýrsluna alla með að ýta hér.