Frelsisþjónusta leggst af

Hringiðan Tilkynningar

logo_alternaFrá og með 1. október hættir Alterna að bjóða upp á frelsiþjónustu. Viðskiptavinum í frelsi býðst að skipta yfir í áskriftarleið sem hentar þeirra notkun.

Hringiðan býður upp á möguleikan að setja verðþak á notkun.

Við hvetjum viðskiptavini Alterna í frelsi til að hafa samband við þjónustuver Hringiðunnar í síma 525 2400 og fara yfir þá möguleika sem þeim standa til boða.


Uppfært 30. september 2015

Nú er komið að breytingunni sem tilkynnt var fyrir mánuði síðan. Í kvöld mun verða lokað fyrir óvirk frelsisnúmer. Virk númer verða færð í áskrift. Sumir hafa þegar haft samband við þjónustuver Hringiðunnar og tekið fram hvaða áskriftarleið þeir vilja fara í, aðrir verða settir í grunnáskrift sem ksotar 590 kr á mánuði. Við hvetjum alla frelsisviðskiptavini Alterna til að skoða þær þjónustuleiðir sem Hringiðan býður upp á og hafa samband við þjónustuver okkar í síma 525 2400.