Um síðustu áramót kynnti Hringiðan til sögunnar afmælistilboðið sitt og samhliða því internettengingar með ótakmörkuðu niðurhali.
Hringiðan var fyrsta fyrirtækið til að bjóða upp á ótakmarkað niðurhal yfir Ljósleiðara og Ljósnet og var mjög spennandi að geta innleitt nýjung á íslenskan fjarskiptamarkað.
Nú er 20 ára afmælisárinu okkar að ljúka og munum við halda áfram að bjóða upp á tengingar með ótakmörkuðu niðurhali.
Við viljum að viðskiptavinir okkar geti áfram notað netið sitt áhyggjulausir.
Afmælistilboðið okkar snérist um að verðið á ótakmarkaðri þjónustu var lækkaði úr 7.990 í 6.990 fyrir þá sem voru einnig með aðra þjónustu hjá Hringiðunni, svosem heimasíma,
farsíma eða hýsingu. Frá og með febrúar 2016 er verðið á ótakmörkuðum tengingum 7.990.
Tvennutilboð og Fjölskyldutilboð halda óbreyttu verði.
Gjald vegna Ljósnets/ADSL án heimasíma hækkar úr 1.790 í 1990.
Leiga á router hækkar úr 490 í 590.
Ljósnet með 60GB af erlendu niðurhali hætti að vera í boði fyrir rúmu ári síðan en fengu þeir sem voru í áskriftarleiðinni að halda henni áfram, frá Áramótum verður áskriftarleiðin lögð niður og þeir sem eru enn í henni færðir í 80GB flokk.
Þessar breytingar taka gildi 1. febrúar 2016.