Rúv app á Apple TV4

Hringiðan Blogg

Ríkisútvarpið gaf út um daginn nýtt app fyrir Apple TV4 en með því má horfa á Rúv í gegnum Apple TV í háskerpu. Síðar meir stefna þeir á að koma með fulla útgáfu af Sarps appinu þar sem hægt er að horfa á fleiri Rúv stöðvar, hlusta á útvarpið og horfa á þætti aftur í tímann.

Með tilkomu appsins sjá margir sér eflaust kost í að nýta sér nýjustu kynslóð af Apple TV til að horfa á Rúv, Netflix og spila tölvuleiki í sjónvarpinu.

Hér má sjá leiðbeiningar um hvernig Rúv appið er sótt fyrir Apple TV4.

Hér má sjá leiðbeiningar hvernig Apple TV4 er sett upp í fyrsta sinn.

AppleTVflatAngle