Að horfa á sjónvarpið

Svala stígur á svið í Kænugarði í kvöld og óhætt að segja að þjóðin fylgi spennt með hvort við komumst áfram í úrslitin. Fjölmargar leiðir eru mögulegar til að fylgjast með Svölu og svo horfa á sjónvarpið almennt og ætlum við að reyna að fara yfir þær helstu hér.

Internet sjónvarp (IPTV)

Vinsælt er í dag að nota sjónarpsþjónustur frá Símanum eða Vodafone en þær eru teknar yfir netið og hafa þá kosti að hafa tímaflakk/tímavél ásamt því að hægt er að leigja myndir og þætti. Viðskiptavinir Hringiðunnar eiga kost á báðum þessum þjónustum en fer það eftir því hvernig nettengingu um ræðir hvað er í boði.

Yfir ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur er Sjónvarp Vodafone í boði en Síminn hefur ekki kosið að bjóða upp á sína sjónvarpsþjónustu yfir það kerfi. Myndlykillinn tengist þá beint í ljósleiðaraboxið og er ótengdur netinu sjálfu. Samkvæmt vefsíðu Vodafone kostar 1.590 á mánuði að leigja myndlykil frá þeim en aukalykill er á 790 krónur. Sjónvarp Vodafone er oftast einnig í boði yfir kerfi Mílu (Ljósnet), þjónustuver okkar getur flétt upp fyrir þig hvaða möguleikum þú átt kost á.

Yfir Ljósnet (símalína eða ljósleiðari) er í boði bæði Sjónvarp Símans og Vodafone. Samkvæmt vefsíðu Símans kostar 1.600 á mánuði að leigja myndlykil frá þeim en hægt er að bæta við 750 krónum og fá 11 erlendar stöðvar með. Hér tengist myndlykillinn í router frá Hringiðunni en allir routerar fyrir ljósnet fara út frá okkur uppsettir fyrir sjónvarpsþjónustu.

Sjónvarp yfir loftnet

Það er algengur misskilningur að loftnetskerfið sé horfið og að nauðsyn sé að vera með IPTV til að geta horft á sjónvarpið. Rúv og Stöð 2 senda enn út sín merki yfir loftnet, oftast er ekki þörf á neinum sérstökum búnaði til að ná að horfa á Rúv en þörf er á myndlykli ef það á að horfa á Stöð 2. Öll* nýleg sjónvörp (yngri en 10 ára) eru með innbyggðan móttaka fyrir stafrænt merki** og þarf aðeins að tengja það í hefðbundin loftnet sem finna má á flestum húsum. Slíku fylgir enginn kostnaður þar sem ekki er þörf á að leigja myndlykil. Fullkomið fyrir þá sem þurfa ekki tímaflakk/tímavél eða leiguna en vilja geta horft á Eurovision eða stóra viðburði í íþróttum svo eitthvað sé nefnt.

Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Rúv.

Hægt er að leigja myndlykil frá Vodafone og nást frá níu og allt að 70 stöðvum eftir því hvar á landinu viðkomandi er staddur, slíkt getur verið hentugt til dæmis í sumarbústaðinn eða ef engin nettenging er til staðar ef áhugi er að horfa á stöðvar sem eru með læsta dagskrá.

* gætu verið örfáar undantekningar.
** tæknilega nafnið er DVB-T2

Apple TV 4 – Rúv appið

Nýjasta útgáfan af Apple TV sem Hringiðan selur til sinna viðskiptavina á mjög hagstæðu verði er með AppStore en Rúv hefur nýtt tækifærið og gefið út forrit til að horfa á sjónvarp og hlusta á útvarp. Þar er hægt að horfa og hlusta á allar þær stöðvar sem Rúv er með ásamt því að horfa á efni aftur í tímann. Forritin kosta ekkert og engin mánaðargjöld fylgja þeim.

Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Rúv.
Sjónvarp í App Store
Útvarp í App Store

ruv.is

Á vefsíðu Rúv er hægt að horfa og hlusta í beinni útsendingu ásamt því að horfa á fjöldan allan af efni aftur í tímann, ýmsar leiðir eru svo til að koma því merki yfir sjónvarpið fyrir þá sem hafa smá tæknikunnáttu og áhuga. Þar má helst nefna “cast” hjá Chromecast eða Airplay í Apple TV.

Hringiðan

Hringiðan hefur veitt notendum Internetþjónustu í meira enn 25 ár.

Hringiðan bíður ennig farsíma og síma og símstöðvarþjónustu ásamt hýsingu á vefum fyrir einstaklinga og fyrirtækja.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina Hringiðunnar og sjáðu hvað við höfum upp á að bjóða.

[cs_gb id=9543]
close-link