Komdu í viðskipti

Vefpóstur

Microsoft 365

525 2400

Fyrsta uppsetning á Apple TV

Leiðbeiningarnar hér eiga við Apple TV4 með tvOS 9.2
Tengja Apple TV

Tengdu Apple TV við sjónvarpið þitt með HDMI snúru (fylgir ekki með í kassanum) og svo í rafmagn. Þú þarft að tengja Apple TV við netið og getur gert það með netsnúru beint í routerinn eða þráðlaust. Ef þú átt kost að nota netsnúru mælum við með því.

Kveiktu á sjónvarpinu þínu, veldu rétta stöð og fylgdu næstu skrefum.

Fylgdu leiðbeiningunum á skjánum

  • Paraðu fjarstýringuna
  • Veldu tungumál
  • Veldu staðsetningu
    • Þetta segir til um hvaða forrit eru í boði. Veldu Ísland til að eiga möguleika á Sarpinum.
  • Use Siri (ekki í boði á Íslandi)
  • Setup with device or manually
    • Þú getur notað iPhone eða iPad með iOS 9.1 eða nýrra til að setja Apple TV upp sjálfkrafa. Þá munu WiFi password og iTunes accountinn þinn sjálfkrafa færast yfir í Apple TV-ið.
    • Einnig geturðu valið að setja tækið upp handvirkt á þessu stigi.
  • See the World
    • See the World notar u.þ.b. 600MB mánaðarlega af gagnamagni en gefur mjög flottar skjásvæfur. Ef þú ert með ótakmarkað niðurhal mælum við eindregið með því að nýta sér þennan möguleika.
  • Location services og App Analytics ræðurðu sjálfur hvort þú virkjar eða ekki.

Settu upp forrit með App Store

Til þess að nota App Store þarftu að vera skráður inn með iTunes aðgangi. Þar inni geturðu fundið frí forrit en einnig forrit sem kosta.

Vinsæl forrit eru Netflix, YouTube og Sarpurinn.

Þegar þessu er lokið er Apple TV þitt orðið uppsett.

Rúv appið fyrir Apple TV

Rúv appið finnurðu með að fara inn í App Store og Search og skrifa þar Sjónvarp og/eða Útvarp. Forritin eru frí og þarftu aðeins að velja Install.

Sjónarps forritið býður upp á að horfa á Rúv í beinni útsendingu og horfa á eldri þætti í Sarpinum. Slóð á App Store

Útvarpið spilar allar stöðvar Rúv í beinni útsendingu og hægt er að hlusta á eldri þætti í Sarpinum. Slóð á App Store

Netflix í Apple TV

Netflix forritið finnur þú í App Store frítt. Fyrsta skrefið er að sækja það og setja upp.

Netflix aðgang getur þú stofnað til að geta skráð þig inn, ef þú ert ekki með aðgang geturðu skráð þig fyrir aðgangi á Netflix.com en fyrsti mánuðurinn er frír. Áskrift að Netflix kostar frá 7,99 evrum á mánuði.

Þegar aðgangurinn er kominn geturðu skráð þig inn á Apple TV eða með netflix appi í sjónvarpinu þínu og byrjað að horfa á Netflix.

Öll umferð á Netflix er erlent niðurhal svo kjörið er að hafa ótakmarkað niðurhal hjá Hringiðunni ef horft er á Netflix og sambærilegar þjónustur.

Að nota Airplay

Með Airplay geturðu streymt tónlist, myndefni og skjánum þínum frá iPad, iPhone og iTunes.

Með iOS tækjum geturðu opnað Control Center og valið að senda skjáinn í Apple TV-ið. Þegar myndbönd spilast er hægt að velja Airplay táknið og velja að senda það ákveðna myndband í Apple TV-ið og hægt er að senda úr iTunes á PC og MAC tónlist og þætti yfir.

[cs_gb id=9543]
close-link