Fyrsta uppsetning á Apple TV

Leiðbeiningarnar hér eiga við Apple TV4 með tvOS 9.2
Tengja Apple TV

Tengdu Apple TV við sjónvarpið þitt með HDMI snúru (fylgir ekki með í kassanum) og svo í rafmagn. Þú þarft að tengja Apple TV við netið og getur gert það með netsnúru beint í routerinn eða þráðlaust. Ef þú átt kost að nota netsnúru mælum við með því.

Kveiktu á sjónvarpinu þínu, veldu rétta stöð og fylgdu næstu skrefum.

ImageImage
Fylgdu leiðbeiningunum á skjánum
 • Paraðu fjarstýringuna
 • Veldu tungumál
 • Veldu staðsetningu
  • Þetta segir til um hvaða forrit eru í boði. Veldu Ísland til að eiga möguleika á Sarpinum.
 • Use Siri (ekki í boði á Íslandi)
 • Setup with device or manually
  • Þú getur notað iPhone eða iPad með iOS 9.1 eða nýrra til að setja Apple TV upp sjálfkrafa. Þá munu WiFi password og iTunes accountinn þinn sjálfkrafa færast yfir í Apple TV-ið.
  • Einnig geturðu valið að setja tækið upp handvirkt á þessu stigi.
 • See the World
  • See the World notar u.þ.b. 600MB mánaðarlega af gagnamagni en gefur mjög flottar skjásvæfur. Ef þú ert með ótakmarkað niðurhal mælum við eindregið með því að nýta sér þennan möguleika.
 • Location services og App Analytics ræðurðu sjálfur hvort þú virkjar eða ekki.
Image
Settu upp forrit með App Store

Til þess að nota App Store þarftu að vera skráður inn með iTunes aðgangi. Þar inni geturðu fundið frí forrit en einnig forrit sem kosta.

Vinsæl forrit eru Netflix, YouTube og Sarpurinn.

Þegar þessu er lokið er Apple TV þitt orðið uppsett.

Image