Ráðstafanir vegna Covid-19

Hringiðan Blogg, Tilkynningar

Undanfarna daga hefur Hringiðan gripið til aðgerða með það að markmiði að lágmarka smithættu og tryggja öryggi.

Starfsmenn Hringiðunnar vinna nú þegar fjarvinnu og vinnur um helmingur starfsmanna að heiman.
Við treystum því að viðskiptavinir sýni aðstæðum skilning og sömuleiðis þeim ráðstöfunum sem gripið hefur verið til.

Helstu áherslur:

  • Hringiðan verður opin og skulu allir sem þangað koma byrja á því að spritta hendur.
  • Ekki skulu fleiri koma í verslun en þörf er á t.d. fjölskyldumeðlimir viðskiptavina.
  • Ekki skal dvelja lengur á staðnum en brýn nauðsyn krefur.
  • Við biðjum viðskiptavini að virða að fjarlægðarmörk er 2 metrar.

Við bjóðumst til að senda búnað og skilja eftir fyrir utan hjá heimilum sem eru í sóttkví eða einangrun. Þeir sem eru í slíkum aðstæðum eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna okkur það.

Aðstoð er að öðru leiti veitt í þjónustusíma okkar 525 2400. Fjarþjónusta verður áfram í boði og hvetjum við viðskiptavini til að nýta sér hana.

Við vonum að viðskiptavinir sýni þessum ráðstöfunum skilning, ef við hjálpumst öll að mun þetta ástand vonandi vara skemur en ella.