Að tengjast Ljósneti


 • Tengja við rafmagn

  Tengdu router við rafmagn og komdu honum fyrir nærri símainntaki í vegg.

 • Tengja smásíu

  Tengdu símasnúru í port merkt line á smásíu.
  Hinn enda snúrunnar tengirðu í símainntak í vegg.

  • Næst tengirðu símasnúru í modem port á smásíu.
   Hinn endann tengirðu í DSL port á netbeini.
  • Heimasími er tengdur í port merkt phone á smásíu.

 • Tengja aukabúnað

  Tölvur eru tengdar í port 1 eða 2 og myndlykill er tengdur í port 3 eða 4.

 • Tengjast búnaði

  Þegar þú hefur kveikt á búnaðinum og ljósin power, broadband og internet, eru orðin stöðug getur þú tengst internetinu með lykilorðinu sem þú finnur á bakhlið routers.

Ljósnet leiðbeiningamynd

Ef ekki næst samband

Nærð ekki að tengjast þráðlausu neti

Ef nýja þráðlausa netið þitt birtist ekki á tölvu gangið þá úr skugga um að kveikt sé á þráðlausu neti á tölvunni. Einnig skaltu ganga úr skugga um að wireless ljós logi á netbeininum.

Ljósnet/ADSL virkar ekki

Athugið að broadband ljós logi stöðugt. Ef ljósið blikkar getur verið að ekki sé búið að ljúka tengingu eða að búnaður sé rangt tengdur. Gangið úr skugga um að búnaður sé rétt tengdur, eða hafið samband við þjónustuver Hringiðunnar.

Netið er hægt

 • Mikið álag á nettengingu getur orsakað hæga tengingu. Skráardeiliforrit (e. Torrent) geta tekið upp mikla bandvídd.
 • Ef mörg þráðlaus net birtast á tölvunni þinni gæti þurft að breyta um ‘wireless channel’ á routernum.
 • Ef þráðlaust net er hægt skal athuga staðsetningu routers og tölvu. Járnabindingar í burðarveggjum geta haft truflandi áhrif á þráðlaust merki.
  Sjá grein um þráðlaus net.
 • Ef mörg tæki eru tengd samtímis getur það einnig hægt á þráðlausa netinu.
 • Ef ljósnets- og ADSL tengingar eru hægar skal athuga alla kapla, sérstaklega í eldri húsum, þar sem línur geta verið lélegar og tilefni til að láta yfirfara þær.