Amplifi þráðlausir routerar

Hringiðan Blogg

Hver kannast ekki við að pirrast yfir þráðlausa netinu sínu? Þessa dagana höfum við verið að prófa nýjustu tækni í þráðlausum lausnum. MESH búnaður er ein leið til að útfæra þráðlaus net en þar ertu með fleira en einn þráðlausan sendi sem tengist öll saman innbyrðis. Það er frábrugðið frá hefðbundnum endurvörpum sem svo margir þekkja að því leyti að endurvarparnir tengjast allir beint við routerinn en ekki innbyrðis. Þessar lausnir eru hannaðar frá grunni með það í huga að vinna saman.

Efri hlutin sýnir virkni Mesh punkta en seinni sýnir þar sem hefðbundnir endurvarpar eru notaðir.

Það er góður blog póstur á heimasíðu Amplifi um af hverju maður á að velja MESH uppsetningu yfir endurvarpa. Sjá hér.

Amplifi enn í kassanum, Linksys Velop sést í bakgrunni.

Þráðlaus net hafa ávallt verið áskorun, sérstaklega hér á Íslandi þar sem margir búa í stórum húsum með þykkum járnabundnum veggjum. Allskonar hlutir eiga það til að fara mjög illa með þráðlaus merki, sjónvörp, járn, örbylgjuofnar eru áberandi sökudólgar sem gerir fólki erfitt að ná góðu þráðlausu neti yfir heimilið sitt. Margir fara þá leiðina að koma öflugri og öflugri routera með fleiri loftnetum sem eru farin að líta meira út eins og kóngulær. Tækin eru svo oft ekkert voða falleg heldur og sækir fólk þá í að fela þau útí horni sem fer svo aftur hrikalega illa með þráðlausa netið. Nálgunin er að breytast og er MESH ein útfærsla á því, bæði virka tækin öðruvísi tæknilega og þau eru töluvert fallegri, þig langar ekki að fela þau lengur.

Kassinn opnaður, einn router og tvö loftnet koma í ljós.

Settið sem ég er að prófa er með einum routerum og tveim loftnetum. Það er hægt að hafa bæði fleiri og færri loftnet, allt eftir aðstæðum hvers og eins.  Það tók smá tíma að koma þessu öllu í gang, bæði var þessu töluvert vel pakkað inn og langan tíma tók að týna allt plastið af þessu en svo þarf einnig að endurhugsa staðsetningu á búnaði. Nú eru þrjú tæki til skiptana og þar sem þráðlausa dekkunin er orðin betri nýtti ég tækifærið og færði tæki sem áður höfðu verið tengd með kapli yfir á þráðlaust net.


TÆKIÐ AÐ KVEIKJA Á SÉR Í FYRSTA SINN.

LEIÐBEINIR MANNI ÁFRAM, SKREF FYRIR SKREF.

Lætur mig vita hvað vantar


Ég lenti í smá byrjunarörðugleikum þar sem tengillinn í veggnum hjá mér var eitthvað rangt víraður, Amplifi gaf mér skýrt til kynna hvað væri að og endaði ég með að færa routerinn í annan tengil. Þar flaug hann í gang. Með Amplifi appinu var einstaklega auðvelt að setja tækið upp en hann fann routerinn strax. Bað mig að velja nafn og lykilorð fyrir Wifi netið og þá var tækið tilbúið til notkunar.


Appið er þægilegt í notkun

Það fann Amplifi routerinn samstundis og án vandræða.

Eina sem ég þurfti að gera var að velja nafn og lykilorð fyrir þráðlausa netið.


Amplifi bað mig ekki að setja MESH punktana í samband á neinu skrefi, þegar ég setti upp Velop á sínum tíma þá leiðbeindi hann mér mjög nákvæmlega skref fyrir skref hvað ég ætti að gera. Þetta krefst aðeins meiri hugsunar. Ég skellti þeim í samband og þeir tengdust sjálfkrafa, tók um tvær mínútur.

Niðurstaða

Þetta er ekki lausnin fyrir alla, eins þægilegt og það var að setja þetta upp er þetta þó vissum takmörkunum háð. Það er ekki hægt að tengja punktana saman með kapli þar sem fjarlægðin er helst til löng en í Linksys Velop er það mögulegt. Linksys Velop kom betur útúr hraðaprófunum yfir þráðlaust net en bæði kom þó mjög vel út svo ekki neinn munur sem hinn hefðbundni notandi ætti að finna fyrir. Snertiskjárinn á routernum gefur skemmtilegar upplýsingar um notkun og stöðu tengingarinnar og app-ið er mjög gott.

Amplifi app-ið býður upp á töluvert meira heldur en Linksys Velop appið en það er meðal annars hægt að nota þetta á GPON tengingum þar sem ekki er hægt að nota Velop og flott aðgangsstýring þar sem hægt er að búa til notendahópa og takmarkað tímana sem þeir komast á netið.

Tækið sem ég mæli með fyrir hið “venjulega” heimili en um leið og þarfirnar verða aðeins sértækari eða menn vilja fikta meira þá gæti verið betra að fara í flóknari lausnir.