Gígabit Lúxus

Ótakmarkað – Ótakmarkað – Ótakmarkað

 

Farsími
Ótakmarkaðar mínútur & SMS
16 GB gagnamagn innifalið

Gígabit Internet
Ótakmarkað niðurhal
Router fylgir með

Heimasími
Ótakmarkað í farsíma og heimasíma

Verð: 14.990,-

Sláðu til

Fá kynningarsímtal

AppleTV fylgir frítt með

Í samvinnu við Epli og Valitor fylgir nýjasta útgáfan af Apple TV ef gerður er vaxtalaus samningur við Hringiðuna.

Hvað er innifalið

Nettenging
Innifalið í pakkanum er nettenging fyrir heimili. Ljósleiðara yfir kerfi Gagnaveitu Reykjavíkur með Gígabit hraða eða Ljósnet/ADSL yfir kerfi Mílu.
Farsími
Einn farsími til einstaklingsnota með ótakmörkuðum mínútum, SMS og 16 GB af gagnamagni.
Heimasími
Heimasími yfir ljósleiðara eða kopar þar sem engin upphafs- eða mínútgjöld eru af símtölum í farsíma og heimasíma innanlands.
Beinir (router)
Til að kóróna þetta fylgir öflugur router með til að keyra tenginguna.

Þú hefur nokkra möguleika í sjónvarpsþjónustu.

Nota loftnet

Fyrir þá sem vilja horfa á RÚV og aðrar opnar stöðvar er kjörið að nýta sér það loftnetskerfi sem þegar er til staðar. Kostir við slíkt eru engin mánaðargjöld, allt sem þarf er nær oftast til staðar. Gallar eru enginn aðgangur að læstum stöðvum og ekkert tímaflakk. Sjá meira á vefsíðu RÚV.

Sjónvarp Símans

Síminn bíður upp á sjónvarp yfir Ljósnet. Myndlykill er þá tengdur aftan í routerinn. Yfir sjónvarp Símans geturðu horft á íslenskar og erlendar stöðvar, horft á efni aftur í tímann með tímaflakki og/eða frelsi ásamt því að leigja myndir og þætti á leigunni.

Sjónvarp Vodafone
Vodafone býður upp á sjónarpsþjónustu yfir ljósleiðara. Myndlykillinn er þá tengdur beint í ljósleiðaraboxið og er ótengdur internetinu sjálfu. Yfir sjónvarp Vodafone getur þú horft á íslenskar og erlendar stöðvar, horft á efni aftur í tímann með tímavél og/eða frelsi ásamt því að leigja myndir og þætti á leigunni.
Streymisþjónustur
Sívinsælla er að nýta sér ekki línulega dagskrá heldur að styðjast við streymisþjónustur líkt og Netflix. Slík umferð telst til notkunar á internetinu og er því kjörið að vera með ótakmarkað niðurhal ef nýta á streymi. Rúv hefur einnig gefið út forrit fyrir Apple TV4 þar sem hægt er að horfa á stöðina í háskerpu.

Þú getur bætt við tveim símum í viðbót sem eru með 16 GB inniföldum á 4.990 fyrir hvert númer. Símar umfram það fylgja verðskrá. Getur séð nánari verðskrá á farsímasíðunni okkar.

Ef þú átt kost á ljósleiðara frá Gagnaveitu Reykjavíkur áttu kost á Gígabit ljósleiðara.
Ljósleiðarabox er sett upp á heimili þínu af Gagnaveitu Reykjavíkur en í gegnum það er hægt að taka internet, sjónvarp og símaþjónustu. Boxið er sett upp án kostnaðar og er það pantað í gegnum Hringiðuna. Ef boxið er til staðar er hægt að tengja samdægurs.

Til þess að eiga kost á Gígabit ljósleiðaratengingum þarf nýjasta tegund af ljósleiðaraboxi að vera á staðnum. Ef þú ert með eldri týpu er hægt að panta uppfærslu. Uppfærslan er pöntuð í gegnum Hringiðuna.
Ljósleiðari
Þessi pakki er í boði fyrir allar tengingar Hringiðunnar, þar á meðal Ljósnet og ADSL. Hraðinn miðar við þá tengingamöguleika sem eru til staðar hjá þér og getur hraðinn verið frá 12Mb og allt að Gígabit (1.000Mb) á sekúndu.