Lækkað verð í Evrópu

Hringiðan Blogg

Árið 2013 lagði Evrópusambandið reglugerð fyrir Evrópuþingið sem fól í sér niðurfellingu á álagningu fjarskiptafyrirtækja innan allra aðildalanda Evrópusambandsins og snemma árs 2014 var hún samþykkt. Síðan þá hafa notkunargjöld fyrir okkur Íslendinga hægt og rólega lækkað meðan við ferðumst í Evrópu. Núna í byrjun maí var aftur kynnt lækkun sem felur í sér hámörkun á álagi sem má leggja ofan á mínútugjald.

Í dag eru vinsælustu pakkarnir ótakmarkaðir og flest fyrirtæki hafa kynnt sínum notendum þessa pakka núna í vor. Með þessu er átt við að mínútugjald og sms sendingarkostnaður er ekki lengur tekinn saman í lok mánaðar, margfaldaður við fast mínútugjald eða sendingargjald og rukkað í samræmi við það. Þess í stað greiðir þú eitt fast gjald burtséð frá fjölda mínútna eða sms’a sem þú sendir en hvernig tengist þetta Evrópusambandinu?

Þessi reglugerð hefur einnig áhrif á EES löndin utan Evrópusambandsins sem eru Ísland, Litháen og Noregur. Sérstaklega var tekið fram að þessar breytingar munu ekki hafa áhrif á kostnað á reyki þar sem notendur greiða fast notkunargjald sem er ákvarðað af fjarskiptafélagi innan síns heimalands heldur mun það einungis lækka kostnað fyrir notendur sem greiða mánaðarlega áskrift til að nota tiltekna þjónustu. [1]
Hvernig hefur þetta áhrif á mig? Íslensk fjarskiptafyrirtæki verða að fylgja þessum reglum þegar kemur að því að rukka fyrir notkun erlendis. Það þíðir að hámarks álag sem má leggja ofan á notkun erlendis leggst við notkunargjald hérlendis. Þessu ætti að fylgja stórfellt lækkun á símreikningum þegar farsímar eru notaðir í Evrópu.

Þá er lítið eftir nema að kynna nýju verðin fyrir notendur okkar með ótakmarkaðan farsíma innan Evrópu.

Mínútuverð: 10,8kr
MB:                10,9kr
SMS:              4,32kr

Fyrir þá notendur sem eru í áskriftarpökkum sem nýta sér notkunargjöld þá verður verð í Evrópu eftirfarandi.

Mínútuverð: 16kr+10,2kr = 26,2 kr
MB:                 6kr +10,8kr = 16,2 kr
SMS:              10kr+4,32kr = 14,32 kr