Skýrari framsetning á símanotkun

Hringiðan Tilkynningar

Markmið okkar er ávallt að verðskráin sé gagnsæ og að viðskiptavinir okkar eigi auðvelt með að glöggva sig á því sem þeir borga fyrir, með það til hliðsjónar höfum við gert breytingar á notkun í heimasímum og farsímum með því markmiði að notkunin sé skýrari fyrir viðskiptavini okkar og geri þeim auðveldara að glöggva sig á notkun sinni.

Breytingin á heimasíma kemur fram strax um næstu mánaðarmót en breytingin á farsímanum kemur fram um áramótin.

Samhliða þessu höfum við skilgreint þrjú svæði í heimasímanum varðandi símtöl til útlanda og staðlað með því verð á símtölum til útlanda úr heimasíma. Hægt er að skoða svæðin og verð til útlanda hér.