Vegna útfalls fimmtudaginn 4. október

Hringiðan Blogg, Tilkynningar

Hringiðan harmar það útfall sem átti sér stað fimmtudaginn 4. október. Rafmagnsheimtaug bilaði í Tæknigarði þar sem Hringiðan hýsir sinn búnað.

Kerfisstjóri Hringiðunnar fór strax á staðinn og hitti þar starfsmenn Háskólans og Veitna sem reyndu að koma aftur rafmagni á Tæknigarð.  Um nóttina varð ljós að heimtaug um jarðstreng hafði skemmst og því ekki mögulegt að koma straumi aftur á Tæknigarð á skömmum tíma.

Um leið og það lá fyrir hófst vinna við að koma rafmagn á búnað okkar með öðrum leiðum og um hádegi var búið að tengja búnað Hringiðunnar við vararaflstöð.

Viðgerð á heimtaug Tæknigarðs lauk seinni part laugardaginn 6. október.  Við áttum ekki von á svo löngu útfalli rafmagns við þessar aðstæður og höfum hafið vinnu við að tryggja að útfall líkt og þetta komi ekki fyrir aftur.

Við biðjum viðskiptavini okkar innilegrar afsökunar á útfallinu og þeim óþægindum sem það olli þeim og munum vinna að því að koma í veg fyrir að Hringiðan verði fyrir útfall sem þessu aftur.

Með kveðju,
Guðmundur Unnsteinsson
Framkvæmdastjóri