Notkun í Rússlandi

Hringiðan Blogg

Nú stefnir fjöldin allur af Íslendingum til Rússlands til að fylgjast með landsliðinu í Heimsmeistaramótinu í fótbolta.

Vert er að benda á tilkynningu frá Póst- og fjarskiptastofnun um að reikireglur Evrópusambandsins gilda ekki í Rússlandi. Sjálfvirkar lokanir við 50 evrur taka ekki gildi og engin hámörk eru á verðum.
Tilkynning PFS.

Hér fyrir neðan má sjá verð í farsímareiki í Rússlandi fyrir viðskiptavini Hringiðunnar sem komnir eru á ný SIM kort sem við höfum verið að skipta út.

Fyrir þá sem eru enn á eldri kortum eru verðin töluvert hærri og hvetjum við fólk eindregið gegn því að nota þau kort. Ef þörf er á að nota símann mikið, þar með talið gagnamagn í Rússlandi hvetjum við viðskiptavini okkar til að fá sér Rússneskt frelsiskort og notast frekar við það á meðan dvalið er úti.

Þjónusta Verð á nýjum SIM kortum Verð á eldri SIM kortum
Hringt heim (upphafsgjald) 0 kr. 0 kr.
Hringt heim (mínútuverð) 99 kr. 650 kr.
Símtalið móttekið (mínútuverð) 99 kr. 90 kr.
SMS sent heim 49 kr. 90 kr.
Gagnanotkun 99 kr./MB 2.900 kr./MB