Verðbreyting ljósleiðarans 1. nóvember.

Hringiðan Tilkynningar

Þann 1. nóvember verður aðgangsgjald Ljósleiðarans uppfært. Verð mun breytast um 100 kr. og verður þá 2.680 kr.

Tilkynning frá Gagnaveitu Reykjavíkur.
“Aðgangsgjald Ljósleiðarans er gjald til Gagnaveitu Reykjavíkur fyrir aðgang að ljósleiðarakerfi Ljósleiðarans. Aðgangsgjaldið var síðast uppfært í apríl 2013 en á þeim tíma hefur verðlag hækkað um 6,4% en verðbreytingin nú er 3,9%.

Stefnan er að halda verði Ljósleiðarans niðri eins og frekast er unnt en verður þó að fylgja verðlagi að einhverju leiti. Þar sem aðgangsgjaldið er greitt fyrirfram í upphafi hvers mánaðar mun þessi breyting sjást á reikning sem birtist eða berst miðjan október með eindaga þann 7. nóvember.”

Allar nánari spurningar eða athugasemdir skulu berast til Gagnaveitu Reykjavíkur.

Tilkynning Gagnaveitu Reykjavíkur um aðgangsgjaldsbreytingu 1, nóvember