Gígabit tengingar og meira innifalið í áskriftarleiðum

Hringiðan Tilkynningar, Blogg

Nú líður senn að því að fyrstu 1.000Mb tengingar lendi í heimilum hjá þeim sem eru með Ljósleiðarann. Við höfum verið gríðarlega spennt fyrir þessari þróun og höfum við unnið hart að því að vera tilbúin þegar þetta gífurlega stökk yrði tekið.

Miklum tíma var eytt í að finna nýja routera sem verða teknir í gagnið samhliða því að fyrstu tengingarnar koma. Við vonum að nýjir sem gamlir viðskiptavinir verði ánægðir með valið en þessir háhraða routerar nýta nýjustu tækni í háhraða Wifi og ættu því allir á heimilinu að geta fullnýtt þennan mikla hraða sem Gígabit tenging býður upp á.

Nokkar breytingar verða gerðar á þjónustuleiðum hjá okkur. Sú helsta er að allar 500Mb tengingar verða sjálfkrafa uppfærðar í 1.000Mb. Þrátt fyrir þessa tvöföldun á hraða höfum við ákveðið að halda verðinu óbreyttu. Einnig stendur til að auka hraðann og innifalið gagnamagn á 40Mb og 80Mb pökkunum hjá okkur og það án verðbreytinga.

Meira um það hér

Gígabit Lúxus

Við kynnum til sögunnar Gígabit Lúxus, pakki sem hefur ekki sést áður. Gígabit ljósleiðari með ótakmörkuðu niðurhali, heimasími með ótakmörkuðum símtölum í heimasíma og farsíma og farsími með ótakmarkað mín/sms og 16GB af gagnamagni.

Pakkinn stendur einnig þeim til boða sem eru á Ljósneti eða ADSL.

Meira um Gígabit Lúxus hér

Ótakmarkaður heimasími
Við höfum breytt framsetningu á heimasímaþjónustu og eru nú tveir pakkar í boði, annars vegar sú leið sem var og kostar nú 990,- að viðbættu línugjaldi/aðgangsgjaldi.

Síðan kynnum við til sögunnar glænýja áskriftarleið þar sem hægt er að hringja ótakmarkað í heimasíma og farsíma á 1.990,- á mánuði.

Meira um það hér