Breyting á línugjaldi ljósleiðara

Hringiðan Tilkynningar

Línugjald á ljósneti yfir ljósleiðara, það er ljósleiðara yfir kerfi Mílu hækkar frá og með mánaðarmótunum október/nóvember úr 2.390 í 2.999. Bæði Míla og sveitarfélög á landsbyggðinni sem reka sín eigin ljósleiðarakerfi hafa verið að hækka aðgangsgjöld sín markvisst yfir árið. Verðbreytingin er afleiðing þess.

Grunsamlegir tölvupóstar

Hringiðan Tilkynningar

Viðskiptavinir dress okkar hafa í dag verið að móttaka töluvert af tölvupósti sem er eignaður okkur þar sem beðið er um innskráningarupplýsingar eða greiðslukort til að halda þjónustunni í gangi. Það skal tekið fram að slíkir póstar koma ekki frá okkur og við myndum aldrei biðja um þessar upplýsingar.

Opnunartímar yfir jól og áramót 2016

Hringiðan Tilkynningar

Opnunartímar Hringiðunnar yfir jól og áramót eru sem hér segir: Þorláksmessa – 9-18 Aðfangadagur – Lokað Jóladagur – Lokað Annar í jólum – Lokað 27. – 30. desember – 9-18 31. desember – Lokað 1. janúar – Lokað 2. janúar – 9-18

Viðhaldsvinna aðfaranótt 24. nóvember

Hringiðan Tilkynningar

Gagnaveita Reykjavíkur leggur í nokkuð mikla viðhaldsvinnu í nótt (aðfaranótt 24. nóvember). Ekki er gert ráð fyrir að þetta muni hafa áhrif á tengingar viðskiptavini Hringiðunnar. Starfsmenn Hringiðunnar munu fylgjast grannt með vinnunni í nótt. Uppfært 24. nóvember Viðhaldsvinnan átti sér stað í nótt og er ekki að sjá að neitt útfall hafi verið á þjónustu.

Skýrari framsetning á símanotkun

Hringiðan Tilkynningar

Markmið okkar er ávallt að verðskráin sé gagnsæ og að viðskiptavinir okkar eigi auðvelt með að glöggva sig á því sem þeir borga fyrir, með það til hliðsjónar höfum við gert breytingar á notkun í heimasímum og farsímum með því markmiði að notkunin sé skýrari fyrir viðskiptavini okkar og geri þeim auðveldara að glöggva sig á notkun sinni. Breytingin á heimasíma …

Einfaldari verðskrá á þráðlausu kerfi Hringiðunnar

Hringiðan Tilkynningar

Hringiðan hefur nú lokið að mestu uppfærslu á þráðlausu kerfi á sunnanverðu Snæfellsnesi í samræmi við samkomulag við Borgarbyggð og Snæfellsbæ. Í framhaldi af því verður verðskráin einfölduð og samhæfð en sumir notendur voru enn að borga mánaðargjöld sem áttu við elda kerfi sem hefur nú verið tekið niður að mestu. Verðin eru eftirfarandi Einstaklingstengingar með ótakmörkuðu niðurhali – 9.990 Hótel- …

Gígabit tengingar og meira innifalið í áskriftarleiðum

Hringiðan Tilkynningar, Blogg

Nú líður senn að því að fyrstu 1.000Mb tengingar lendi í heimilum hjá þeim sem eru með Ljósleiðarann. Við höfum verið gríðarlega spennt fyrir þessari þróun og höfum við unnið hart að því að vera tilbúin þegar þetta gífurlega stökk yrði tekið. Miklum tíma var eytt í að finna nýja routera sem verða teknir í gagnið samhliða því að fyrstu …

Verðbreyting ljósleiðarans 1. nóvember.

Hringiðan Tilkynningar

Þann 1. nóvember verður aðgangsgjald Ljósleiðarans uppfært. Verð mun breytast um 100 kr. og verður þá 2.680 kr. Tilkynning frá Gagnaveitu Reykjavíkur. “Aðgangsgjald Ljósleiðarans er gjald til Gagnaveitu Reykjavíkur fyrir aðgang að ljósleiðarakerfi Ljósleiðarans. Aðgangsgjaldið var síðast uppfært í apríl 2013 en á þeim tíma hefur verðlag hækkað um 6,4% en verðbreytingin nú er 3,9%. Stefnan er að halda verði …

Hringiðan, Borgarbyggð og Snæfellsbær endurnýja samning sinn

Hringiðan Tilkynningar

Á dögunum endurnýjuðu Hringiðan Internetþjónusta, Borgarbyggð og Snæfellsbær samkomulag frá 2006 um internetþjónustu á sunnanverðu Snæfellsnesi (frá Hellnum að Hítará). Sem hluti af samkomulaginu mun Hringiðan taka að fullu niður eldra netkerfi og skipta því út fyrir nýrra og betra kerfi. Fjarskiptastaðurinn á Kolviðarnesi verður ljósleiðaravæddur sem mun hámarka eins og kostur er áreiðanleika kerfisins. Vinna við uppfærslu er í …