Vegna viðhaldsvinnu á rafdreifikerfi Veitna og vélasal Hringiðunnar má búast við truflunum á þjónustu aðfaranótt föstudagsins 27. september frá miðnætti og fram eftir nóttu. Áætlað tímabil (27.september 2019 frá kl. 00-08). Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Háspennubilun hjá Veitur
Rafmagnslaust var vegna háspennubilunar hjá ON föstudaginn 13 september kl. 05:33 til kl.07:33. Allir eru komnir aftur með rafmagn og netþjónusta ætti að vera komin í lag. Starfsfólk Veitna og Hringiðunnar biðjast velvirðingar á truflunum sem þetta gæti hafa valdið.
Viðhald í tækjasal Hringiðunnar
Vegna vinnu við viðhald á tækjasal Hringiðunnar má búast við truflunum á þjónustu aðfaranótt miðvikudagsins 11. september frá miðnætti og fram eftir nóttu. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Framkvæmdir á Skúlagötu við Frakkastíg
Framkvæmdir á Skúlagötu/Frakkastíg. Vegna framkvæmda á gatnamótum þarf að færa strengir GR. Áætluð tímasetning útfalls Upphaf: 26.06.2019 00:05 Áætluð lok: 26.06.2019 06:30 Notendur Hringiðunnar gætu orðið varið við truflanir á þessum tíma.
Línugjöld Mílu hækka 1 júní 2019
PFS samþykkir hækkun gjaldskrár Mílu. Helstu breytingarnar sem þessar ákvarðanir munu hafa í för með sér eru hækkanir á mánaðarverði fyrir aðgang að koparheimtaugum og Ljósleiðara. Verð heimtauga hækkar því úr 2990 Kr í 3290 Kr. Breyting tekur gildi frá 1 júní 2019.
Opnunartími yfir hátíðirnar
22. desember – Hefðbundinn opnunartími (13-17) 23. desember – Lokað 24. desember – 9-12 25. desember – Lokað 26. desember – Lokað 27. desember – Hefðbundinn opnunartími (9-18) 28. desember – Hefðbundinn opnunartími (9-18) 29. desember – Opið fyrir símann frá 13-17 en skrifstofan er lokuð. 30. desember – Lokað 31. desember – 9-12 1. janúar – Lokað
Vegna útfalls fimmtudaginn 4. október
Hringiðan harmar það útfall sem átti sér stað fimmtudaginn 4. október. Rafmagnsheimtaug bilaði í Tæknigarði þar sem Hringiðan hýsir sinn búnað. Kerfisstjóri Hringiðunnar fór strax á staðinn og hitti þar starfsmenn Háskólans og Veitna sem reyndu að koma aftur rafmagni á Tæknigarð. Um nóttina varð ljós að heimtaug um jarðstreng hafði skemmst og því ekki mögulegt að koma straumi aftur á …
Notkun í Rússlandi
Nú stefnir fjöldin allur af Íslendingum til Rússlands til að fylgjast með landsliðinu í Heimsmeistaramótinu í fótbolta. Vert er að benda á tilkynningu frá Póst- og fjarskiptastofnun um að reikireglur Evrópusambandsins gilda ekki í Rússlandi. Sjálfvirkar lokanir við 50 evrur taka ekki gildi og engin hámörk eru á verðum. Tilkynning PFS. Hér fyrir neðan má sjá verð í farsímareiki í …
Yfirhalning á verðskrá
Í desember tilkynntum við að línugjald hækkaði úr 1.990 í 2.999 og að leiga á router hækkaði úr 590 í 690. Á sama tíma sögðum við að síðar yrði tilkynntar frekari verðbreytingar til lækkunar. Verðskrá fyrir ljósleiðara og ljósnet verður sameinuð undir einni verðskrá og verða allar áskriftarleiðir sem seldar eru vera með ótakmörkuðu niðurhali. Áskriftarleið Eldra verð Nýtt verð …
Verðbreytingar – 1. febrúar 2018
Línugjald á Ljósnet (VDSL) og ADSL tengingum hækkar frá og með 1. febrúar 2018 í 2.999,- Markmið okkar er að einfalda verðskrá okkar og er nú sama línugjald á flestum tengingum okkar, óháð kerfum. Leiga á routerum hækka einnig úr 590 í 690. Í lok janúar munum við svo kynna víðameiri breytingar á verðskrá og á afleiðing fyrir viðskiptavini með …